Áskorun um fullnægjandi merkingar !

Skora á Spöl og Vegagerð að sjá til þess að merkingar um lokun gangnanna séu boðlegar.

Undanfarin ár hefur vantað mikið á að svo væri.  Óásættanlegt er að ekki séu stór og vegleg upplýst skilti sem beina umferð sem er að koma að norðan - inn Hvalfjörð - sem hjáleið.  Merkingar um næturlokun,við nyrðri vegamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar þurfa auðvitað að vera upplýstar og á fleiri en einu tungumáli. Fjölda fólks hefur verið valdið 25km óþarfa krók til viðbótar óþægindunum af lokun gangnanna, vegna sleifarlags og virðingarleysis. Það er engin trygging fyrir því að þeir sem eiga leið um þjóðveg #1 að næturlagi þessar 3 nætur, hafi haft tækifæri til þess að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum eða hafi getað skilið þær.  Samsvarandi upplýsinga er þörf við Akrafjallsveg og Grundartangaveg. Enginn á að þurfa að koma um miðja nótt að lokuðum Hvalfjarðargöngum, bensínlítill og í tímaþröng vegna slíks virðingarleysis.   Það er síst afsökun fyrir sleifarlaginu að merkingar hafa verið með ágætum við syðri enda gangnanna.


mbl.is Næturlokun í Hvalfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Guðnason

Höfundur

Þorkell Guðnason
Þorkell Guðnason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Vegrið Arnarnesbrú
  • úr Almannavarnaáætlun v Kötluhlaups
  • Ef brú væri við Sandhólaferju
  • Til hamingju Vegagerðarmenn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband