Finna verður flugvellinum nýjan stað...!!!

Öllum má vera ljóst að flugvellinum í Vestmannaeyjum verður að finna nýjan stað - en auðvitað innan sveitarfélagsins... ( eða er það ekki annars?  - skiptir það nokkru máli að engan annan stað sé þar að finna?)

Enginn MENNTAÐUR skipulagsfræðingur gæti nokkurn tíma skrifað upp á svona nýtingarhlutfall.

Umfang þessa flugvallar hindrar augljóslega eðlilega þróun byggðar í Vestmannaeyjum. Hann þekur langtum stærra svæði en eðlilegt getur talist, miðað við stærð íbúðabyggðarinnar.

Kemur það málinu nokkuð við - þar frekar en annarsstaðar - að þetta er á EYJU?

Venjulegur Íslendingur fattar auðvitað að það gilda allt önnur lögmál í skipulagsfræðum á EYJU en meginlöndum.

Ég býst ekki við að það þurfi að minna ykkur á, að þjóðfélagið okkar - er á EYJU og er það sem það er, vegna greiðra flugsamgangna.   Að íslenskt nútímasamfélag grundvallast á greiðum flugsamgöngum við önnur lönd.  Íslenskt millilandaflug byggist á flugkennslunni - innanlandsfluginu - einkafluginu ( sem er að meginstofni flug til viðhalds réttinda) og fjölda annarra þátta og verður ekkert skilið frá þeim án þess að stórskaða samfélagið.

Er ekki kominn tími til að hætta þessu bulli um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað?

Við búum nefnilega öll á EYJU og því breytum við seint 

http://guesthousehamar.com/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=5063&g2_serialNumber=2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Guðnason

Höfundur

Þorkell Guðnason
Þorkell Guðnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Vegrið Arnarnesbrú
  • úr Almannavarnaáætlun v Kötluhlaups
  • Ef brú væri við Sandhólaferju
  • Til hamingju Vegagerðarmenn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband