Er þetta leikur að prósentum eða fréttafölsun ? 11% tákna hvað ?

 

Kjörfylgi framboðs F lista var 10% skv Hagstofu. Á þeim stutta tíma sem Ólafur F

hefur haft afl til að fylgja eftir stefnuskrá sinni frá síðustu kosningum, hafa skoðanakannanir sýnt fullkominn viðsnúning í afstöðu Reykvíkinga til Reykjavíkurflugvallar.  Ef íbúar nágrannasveitafélaga t.d póstnúmera 170 / 200 / 210 / 220 / 270 væru spurðir, þar sem hann er þeirra heima(flug)höfn, þarf enginn að efast um að enn meiri stuðningur við hann kæmi í ljós.

 

Þeir sem gína yfir verðlaunaðri skipulagstillögu Vatnsmýrarinnar, heyra brátt að barnið segir “Keisarinn er nakinn” og þá verður það “politically correct” Ég trúi því að “frábæri” textinn sem fylgdi tillögu skotanna sé glópagull og aðlöguð beita sem kokgleypt hafi verið annarsstaðar.

Öllu skynsömu fólki er ljóst að Reykjavíkurflugvöllur er ómissandi forsenda fyrir tilveru okkar sem eyþjóðar auk þess að vera vinnustaður fjölda fólks. Árásir braskara í lóðaleit og verktakavina á ekki lengur upp á pallborðið hjá öðrum en stuttbuxnaliðinu. Reykjavík heldur ekki stöðu sinni sem

höfuðborg án þessa grundvallar samgöngumannvirkis.

Sú óeðlilega athygli og það aðgengi sem fjölmiðlar veita bullsamtökum um betribyggð

og öðrum querulöntum byggir á sömu hlutdrægni og birtist í túlkun niðurstaðna þessarar skoðanakönnunar.  

Reykjavíkurflugvöllur er jafngamall civil fluginu í heiminum.  

Í frétt á forsíðu Mbl þann 4. sept 1919 er athafnasvæði Flugfélags Íslands(nr1) mörgum sinnum nefnt "flugvöllur" t.d:

"En um kl 5 í gær gerðist óvæntur atburður suður á Flugvelli"   Þar er verið að segja frá fyrsta flugtaki flugvélar af  íslenskri grund. Avro504 flugvél Flugfélags Íslands (nr1) flaug með farþega gegn gjaldi og var flug á þess vegum því auðvitað atvinnuflug.    

"Flugstuðull" heitir minnisvarði um þetta flug sem er austan Njarðargötu, norðan Fluggarða í Vatnsmýrinni, á sama stað og fyrsti flugvöllur á Íslandi var. Sami flugvöllur, en endurbættur, var t.d notaður af Hollendingum sem stunduðu þaðan veðurrannsóknir árin 1932-3 http://www.aerofile.info/fokkerd7/d7html/polaryr.htm

 

Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni ER ÞAR ENNÞÁ og hefur eflst og þroskast. Þar hefur vaxið upp "Þekkingarþorp"um flugtækni, flugvísindi, fluglist, flugsögu, flugöryggi, flugveður, flugleiðsögu og flugmenningu.

Pólitískur loddaraskapur, rangfærslur og skilningsleysi ógna nú tilveru þess samfélags.  Meirihluti þjóðarinnar hefur skilning á því að án flugs og eigin flugsamgangna væru litlar líkur til þess að örþjóðin Ísland hefði stöðu lands á heimskortinu - hún væri bara þorp eða hérað. 

Stuðningur við Ólaf F og þá sem skilja hversu mikilvægt þetta er, mun því bara vaxa !


mbl.is Óánægja með störf borgarstjóra eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Dugar semsagt að vera með eitt vinsælt málefni til þess að vera vinsæll stjórnmálamaður?

Snorri Örn Arnaldsson, 1.6.2008 kl. 02:15

2 Smámynd: Þorkell Guðnason

Alkunna er að pólitíkusum hefur löngum gagnast öðru betur að hygla boltafélögum og jafnvel að gera ekkert annað.  Hér kveður við annan tón og óvenjulegri.  Ólafur F. varð borgarstjóri án fulltingis boltafélaga.  Hann virðist hafa náð að finna þá, sem nýta líffærið á milli eyrnanna til að stjórna lífi sínu. 

Þorkell Guðnason, 1.6.2008 kl. 02:40

3 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Ekki veit ég af hverju þú dregur boltafélög inn í þetta, enda koma þau málinu akkúrat ekkert við.  Ég veit ekki hvort það er biturð af þinni hálfu eða eitthvað annað sem ræður för, en svo virðist sem þetta málefni sé það eina sem nýtur einhvers stuðnings meirihluta borgarbúa. 

Snorri Örn Arnaldsson, 1.6.2008 kl. 08:43

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Góð grein, það var mikill fengur í Ólafi F. og mikið happ að losna við Dag B Eggertsson, mesta bullurokk allra tíma.

Sturla Snorrason, 1.6.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Guðnason

Höfundur

Þorkell Guðnason
Þorkell Guðnason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Vegrið Arnarnesbrú
  • úr Almannavarnaáætlun v Kötluhlaups
  • Ef brú væri við Sandhólaferju
  • Til hamingju Vegagerðarmenn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband