27.2.2016 | 00:43
Heilagi rétturinn til að falla fyrir skotvopnum
Undarleg þessi barátta fyrir rétti bandarísks almennings til þess að fá óhindrað að falla fyrir hverskonar skotvopnum og skotfærum. Réttur sem virðist mörgum þar helgari en flest. Baráttujöxlunum fyrir téðum rétti virðist slétt sama um það, að réttinum til að falla algjörlega fyrir skotvopnum fylgir oftar en gott þykir, einhver hvöt til að fella aðra, sem ekki eru jafn áhugasamir um að falla fyrir morðtólunum og vildu a.m.k. eftir á að hyggja fremur lifa óáreittir og ósárir. Þetta mein á þjóðarsálinni auk almennrar hatursumræðu þeirra um keppinauta og ýmigust á verðandi forsetaframbjóðendum "hinna" er meðal þess sem vefst fyrir mér þessa dagana að skilja þarna vestur í ameríkuhreppi
Hafði verið dæmdur í nálgunarbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Guðnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er þjóð sem er vopnum búinn en það breytir engin. Það eru örugglega yfir milljón vopn í eigu almennings. Ég segl að fólk í svona löndum eigi að bera vopn á sér daglega. Þá fyrst er hægt að skjóta menn strax sem eru með einhverja tilburði að skjóta niður hópa af fólki. Allt rugl að banna sölu vopna er engin lausn þar sem það er svartur markaður og verður alltaf.
Það er eitt sem má ekki gleyma að menn sem eru við landbúnað og veiðimenn verða að hafa byssur til að verja sig fyrir hættulegum veiðidýrum og jafnvel skógar mönnum.Ég hef búið sjálfur í Norður fylkjum Norður Ameríku en þar fer engin út nema að hafa vopn á sér og eða hafa byssu í bílnum. Annað er naut heimska.
Valdimar Samúelsson, 27.2.2016 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.