Morgunljóst

Ekki er vandað hann val röksemdanna þarna.  Það er morgunljóst að "þörfin" fyrir byggingarland á þessum stað byggir á heimatilbúnum eftirávísindum og pólitískum loddaraskap til margra áratuga.  

Skipulagsyfirvöld Reykjavíkur vönduðu mjög til verka þegar þau völdu framtíðarflugvelli íslensku þjóðarinnar þennan stað úr fjölda mögulegra, sem þá stóðu til boða.  Borgaryfirvöld voru að nýta skipulagsvald sitt til frambúðar í þágu íslensku þjóðarinnar. Sú ákvörðun var tekin áður en Ísland var hernumið og málsmeðferðin byggðist eingöngu á íslenskum hagsmunum.  

Ákvörðunin hafði ekkert með hernaðarstarfsemi að gera.  Sjá Mbl og fleiri blöð 10. marz 1940:  http://timarit.is/files/12228054.pdf http://timarit.is/files/12228065.pdf

Flugvallarskipulag þess tíma var draumur og stefna til ókominna tíma, en rættist hinsvegar á örskotsstundu vegna ófriðarins og draumamannvirkið fékk íslenskaþjóðin á silfurfati - afhent til eignar - án þess að þurfa að bera kostnaðinn af gerð þess.

Þetta mannvirki varð ein helsta undirstaða og forsenda þess að á þessari eyju okkar, fjarri öllum meginlöndum, þróaðist sú þjóðfélagsgerð sem við búum við í dag.  Mannvirkið er eitt helsta fjöregg þjóðarinnar og morgunljóst öllu skynsömu fólki að flugvöllurinn þarf að vera en ekki fara.

Verum minnug þess að við búum á eyju og flugstarfsemi er grundvallarþáttur í lífi landsmanna. Nútímasamfélag á Íslandi er órofa tengt flugi, flugstarfsemi og flugsamgöngum og er óhugsandi án þeirra.  Flugvöllinn ber að friða um ókomna tíð gegn lóðabraski og dægurþrasi.

 

 


mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Guðnason

Höfundur

Þorkell Guðnason
Þorkell Guðnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Vegrið Arnarnesbrú
  • úr Almannavarnaáætlun v Kötluhlaups
  • Ef brú væri við Sandhólaferju
  • Til hamingju Vegagerðarmenn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband