Borgarráð samþykkti tillögu skipulagsnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlands og millilandaflugvallar við Vatnsmýri tveimur mánuðum fyrir hernámið 1940.
Það var gert að undangenginni skoðun og rannsóknum skipulagsyfirvalda á mörgum öðrum valkostum. Þá vissi enginn hvort Bretar eða Þjóðverjar væru líklegri til að ráðast hér inn.
Stórhuga framtíðardraumar bæjaryfirvalda um flugvöll á þessum stað rættust, fyrr en nokkur þorði að láta sig dreyma um, vegna hins skelfilega ástands sem þá var í heimsmálunum.
Skömmu síðar var íslensku þjóðinni fært þetta fjöregg, nánast á silfurfati.
Það varð undirstaðan sem íslensk flugstarfsemi byggir ennþá á.
Sjá hér grein Mbl frá 10.mars 1940 - Ekki ætti að þurfa frekari vitnanna við: http://timarit.is/files/12228054.pdf
Borgaryfirvöld nýttu sitt skipulagsvald til frambúðar á þessum stað í mars 1940
Við búum á eyju og flugstarfsemi er grundvallarþáttur í lífi landsmanna. Nútímasamfélag á Íslandi er órofa tengt flugi, flugstarfsemi og flugsamgöngum og óhugsandi án þeirra.
Flugvöllinn ber að friða um ókomna tíð gegn dægurþrasi, hentistefnu pólitíkusa.
50.000 undirskriftir hafa safnast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Guðnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér Þorkell, og það hlítur að verða niðurstaðan að flugvöllurinn fái að vera í friði eftir þessa undirskriftasöfnun
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.8.2013 kl. 00:25
þó það nú væri Sigmar.Það er nú varla hægt að hunsa svona afgerandi vilja.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 10:52
Hafið engar áhyggjur, þeir finna einhverjar ástæður til að fjarlægja hann.
Hörður Einarsson, 25.8.2013 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.