30.10.2011 | 17:29
Nú er mér -meira en- nóg boðið
Þessi fréttatilkynning er sönnun þess að enn er hlekkur í keðjunni að bresta - Taka verður af skarið og skipta út þeim embættismönnum sem telja það sjálfsagt eða jafnvel skyldu sína að þurrka út allt íslenskt almannaflug - og það í nafni "FLUGÖRYGGIS"!!!. Þeim er að takast það og þá er vissulega fullkomnu flugöryggi náð - og stofnunin þeirra óþörf.
Man enginn að við búum á eyju - langt norður í höfum - og öll eigum við að hafa lært af sögunni að sjálfstæði okkar byggist á því að við ráðum eigin samgöngum.
Almannaflug er í daglegu tali nefnt "einkaflug" en það á ekkert skylt við flottræfilshátt eða svonefndar "einkaþotur" (Business Jets). Einkaflugmenn mega engra tekna afla með flugi sínu og bera af því allan kostnað sjálfir.
Þeim kostnaði verður að stilla í hóf - en því fer víðsfjarri að þess sé gætt.
Flug áhugamanna er grasrótin sem íslenskar flugsamgöngur byggjast á. Unga fólkið sem kostar sitt flugnám er um leið að borga framhaldsnám margra atvinnuflugmanna. Í marga áratugi hefur sá háttur verið á að flugnemi greiðir laun flugkennara og tímagjald fyrir flugvél - sem telur að fullu til öflunar reynslu flugkennararans ("eldribekkingsins").
Fæstir þessara flugnema hafa orðið starfandi atvinnuflugmenn - en missa dýrkeypt réttindin ef þeim er ekki stöðugt haldið við.
Við eigum heimtingu á betri og réttlátari meðferð hins opinbera. Krafa mín er: Burtu með þá embættismenn sem ekki þekkja sinn vitjunartíma - og halda sig mesta séu þeir kaþólskari en Páfinn - Burtu með báknið.
( ÞG hóf svifflugnám 14ára og hefur 35ára flekklausan feril í vélfugi )
ESA krafðist skýringa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Guðnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.