"Aumingja litlu lömbin..."

...mun barnung móðursystir mín hafa sagt við matborðið hjá ömmu minni - og meint það heilshugar.  Ekki efast ég um að sama hefur gerst víðar.  Umhyggja fyrir matnum sem var lifandi dýr, áður en það varð að fæðu fyrir mannfólkið, hefur fylgt börnum gegn um aldirnar.   Ég ber virðingu fyrir slíkum tilfinningum og því fólki sem þær bera ofurliði.  Við eigum - og reyndar verðum, að gæta þess að hlífa því við óhugnaðinum.   Þá gildir einu, hvort um er að ræða myndbirtingu af blóðvelli sláturhúss í Chicago eða á Hvolsvelli, eða af hvalveiðum á hafi úti - hvað þá af hvalskurði í Hvalfirði.   Tilhneiging fjölmiðla virðist allt of oft vera að selja sig gegnum "blod paa tanden"   Þarna víkur rökhyggjan og er látin sigla lönd og leið, en tilfinningalífið sett ofar öllu.  Á þennan veikleika spila síðan mis-vandaðir menn og byggja upp fjöldasamtök sér til framfærslu og frama.    Það verður aldrei fallegt að drepa - hvorki dýr né menn.  Tvískinnungurinn er eigi að síður allsráðandi í þeim efnum um víða veröld.  Legg til að mannfólkið setji það efst á forgangslista sína að útrýma stríðsrekstri og mannfórnum sem stríðum fylgja.


mbl.is Um 15.000 undirskriftir afhentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Guðnason

Höfundur

Þorkell Guðnason
Þorkell Guðnason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Vegrið Arnarnesbrú
  • úr Almannavarnaáætlun v Kötluhlaups
  • Ef brú væri við Sandhólaferju
  • Til hamingju Vegagerðarmenn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband