Boltann, hrossin og golfið til Keflavíkur - eða...?

Óþverralegt útspil andstæðinga flugvallar og framsóknar verður lengi í minnum haft.

Sveinu voru lögð orð í munn...  sem hún aldrei sagði.  

Er eitthvað rangt við að hafa skoðun á STAÐSETNINGU múslimahofs í miðborg höfuðstaðar Íslands? Er eitthvað rangt við að hafa skoðun á FRJÁLSLEGRI túlkun valdhafa borgarinnar á lögum um útdeilingu dýrmætra lóðarréttinda.  

Hver skilur ekki að staðsetning Reykjavíkurflugvallar - til frambúðar - var niðurstaða reykvíkskrar staðarvalsnefndar... Að réttkjörin stjórnvöld Reykjavíkur völdu flugvellinum þennan stað - TIL FRAMBÚÐAR - tveimur mánuðum áður en landið var hernumið!!!   Engan Íslending dreymdi þá um að alþjóðaflugvöllur yrði að veruleika fyrr en að mörgum árum liðnum -   Skelfileg staða í heimsfriði var okkur til bjargar - sem fyrr...  

Mér er skapi nærst að fyrirverða mig fyrir ættartengsl við ritstjóra Fréttablaðsins - en læt duga að leiða skrif hans einfaldlega hjá mér - um leið og landráðaskoðanir hans og dekur við kögunarhól Þorsteins bekkjarbróður míns Pálssonar.  

Ég minni þá og þjóðina á, að fólkið sem þessir menn telja sjálfsagt að úthýsa frá flugvellinum,  ER SKV ÍSLENSKUM LÖGUM - skyldugt til að viðhalda DÝRTKEYPTUM flugréttinum sínum - Þetta er fólkið sem á liðnum áratugum hefur KOSTAÐ framhaldsnám fjölmargra atvinnuflugmannanna sem "keyra" flugrútur Íslendinga yfir hafið...  

Það er óþverraskapur að horfa framhjá því að við búum á EYJU langt norður í Atlantshafi.  Viðhald flugréttinda er einskorðað við sjónflug, ofurselt veðri og vindum. Möguleikar til þess grundvallast af - og eru algjörlega háðir nálægð aðstöðu við búsetu.

Þið hyggist níðast á fólkinu sem borgaði 25 til 60þús kr fyrir hvern afnota-klukkutíma af flugvél - sem FLUGKENNARI þess (= flugneminn í framhaldsnámi)  mátti skrá sem sína reynslu - auk þess auðvitað að greiða honum laun.

Um leið og hestamönnum verður vísað í Reykjanesbæ með sín hross, ummönnun og gjafir... Golfiðkendum sköpuð þar  - en hvergi annarsstaðar - frábær aðstaða...  Boltadýrkendum  sé auðvitað gert kleyft að iðka þar - og hvergi annarsstaðar - sína trú... þá munu flugskírteinishafar eftir sem áður minna á, að þar verði hinum frjálst að sinna sínu - óháðir veðri og vindum -  en án ógnar um missi réttinda  - Engir aðrir séu skyldugir til að iðka sitt að viðlögðum missi (flug-) réttinda...!  

Svo mörg voru þau orð...!


mbl.is Segir umræðuna viðbjóðslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Vel mælt

Jón Óskarsson, 9.6.2014 kl. 04:51

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góður pistill Þorkell.

Ágúst H Bjarnason, 9.6.2014 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Guðnason

Höfundur

Þorkell Guðnason
Þorkell Guðnason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Vegrið Arnarnesbrú
  • úr Almannavarnaáætlun v Kötluhlaups
  • Ef brú væri við Sandhólaferju
  • Til hamingju Vegagerðarmenn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband